Bara ekki rétta leiðin

Það er svosem rétt að þúsundir manna hafa dáið vegna utanrísisstefnu Georgs en að kasta skó í hann eru náttúrulega bara skrílslæti.

Við verðum að gera greinarmun á forsetanum Bush sem var bara að vinna vinnuna sína þegar hann lét drepa mann og annan, og manninum Bush, sem hefur ekkert af sér gert.

Það er kannski skiljanlegt að maðurinn sé reiður vegna allra þessarra dauðsfalla og hörmunga en hann verður að skilja að þetta er bara ekki rétta leiðin til að mótmæla. Auk þess skemmir svona skrílsháttur málstaðinn fyrir friðsömu mótmælendunum sem eru búnir að halda ræður og bera skilti allt frá upphafi Íraksstríðsins. Nú er öll þeirra vinna unnin fyrir gýg, vegna þessa ofbeldismanns.

mbl.is Skómaðurinn í haldi