Stúlkan sem spann

-Þú mátt það ekki, sagði kóngurinn.
-Nei, það máttu ekki, át drottningin upp eftir honum.
-Það er hættulegt fyrir ungar prinsessur, sagði kóngurinn
-Já, það er nefnilega stórhættulegt, sagði drottningin.
En mærin kærði sig kollótta og gerði það samt. Halda áfram að lesa

Bjargvætturinn í hárinu

Ástæðan fyrir því að hún klippti af sér hárið var auðvitað sú að með því móti gat hún bundið fléttu við svalahandriðið og sigið niður af sjálfsdáðum, þegar og ef henni svo þóknaðist. Hana vantaði ekki bjargvætti, heldur penna til að leysa þessa japönsku talnaþraut og prinsinn leit hreint ekki út fyrir að hafa nokkurntíma heyrt um slíkt verkfæri getið. Auk þess fannst henni ekki kúlt að hafa sverðsveiflandi apakött hangandi í hárinu. Halda áfram að lesa

Sagan af drengnum sem fyllti æðar mínar af endorfíni

Ég sá hann fyrst á regnvotum vormorgni. Gróðurilmurinn var svo sterkur að ég ákvað að nota ekki ilmvatn til að móðga ekki náttúruna. Það væri nefnilega eins og að mæta sem gestur í brúðkaup, í kjól sem líkist brúðarkjól og svoleiðis gerir maður ekki. Það var líka logn svo regnið streymdi beint niður og það gerist nú ekki á hverjum degi í henni Reykjavík. Þú skilur auðvitað að við slíkar aðstæður vaxa óskablóm. Halda áfram að lesa

Annars hefði hann dáið

Á kvöldin sit ég við glugga piparkökuhússins og horfi á tunglið yfir fjallinu. Stundum er það hvítt og kringlótt, hangir kyrrt í dimmbláu húminu og skín á litla hvíta steina sem börn hafa skilið eftir á skógarstígnum. Stundum veður það í grásvörtum draugaskýjum. Oftast er það sigð. Sigðin sem sker gluggatjöldin frá himnaríki. Halda áfram að lesa

Drekahreiðrið

Það er drekahreiður á svölunum mínum. Auðvitað eru það ekki alvöru drekar. Ég þyrfti að búa í risastórri höll til þess að alvöru dreki kæmist þar fyrir og ég bý bara í venjulegri blokk í Kópavoginum. Mínir drekar eru ofursmáir, bara á stærð við ketti. Samt eru þeir drekar. Það er vond fýla af þeim og þeir spúa eldi ef þeir verða hræddir eða reiðir. Halda áfram að lesa