Uppáhaldsísinn? (FB leikur)

Jæja, þessi listi ætlar víst að endast mér fram á vorið. 13 er happatala svo ég hlýt að verða gífurlega heppin í kvöld. En áfram með smjörið:

Ís. já takk. Uppáhalds… Fokk. Ég fæ mér oftast annað hvort hnetutopp eða mjúkan úr vél með mokkasósu. Ef ég kaupi fjölskyldupakkningu þá er það oftast mjúkís með karamellu og pekanhnetum.

Og þú, veistu dálítið, þetta svar er ekki eins óspennandi og það lítur út fyrir að vera. Skoðaðu betur. Ef þú áttar þig færðu eina ósk uppfyllta.

Best er að deila með því að afrita slóðina