Varst þú nefnd/nefndur í höfuði á einhverjum? (FB leikur)

Já, ég var nefnd eftir móðurafa mínum, Jóhanni, og langömmu Helgu. Semsagt Jóhún Helga. Það var ágætis nafn en ég kunni samt aldrei vel við það.

Þegar ég var 17 ára varð ég ástfangin af strák sem ég giftist nokkrum mánuðum síðar. Ég færði honum ávaxtakörfu þegar við vorum rétt að byrja að kynnast. Í körfunni voru allskonar suðrænir ávextir og eitt, rautt epli. Ég meinti ekkert sérstakt með þessu epli en minn tók því sem hinti um að ég vildi sofa hjá honum (og má furðu sæta að hann hafi þurft epli til að átta sig á því). Hann tók upp á að kalla mig Evu og það nafn fór mér betur og festist við mig. Í dag heiti ég Eva skv þjóðskrá.

Best er að deila með því að afrita slóðina