Hvenær gréstu síðast? (FB leikur)

Þessi finnst mörgum óþægileg svo ég spyr bara þá sem hafa klukkað mig.

Ég er ekki viss. Ég bregst við ofþreytu með með tárum og græt oft af tilfinningasemi yfir einhverri væmni í bíómyndum eða bókum, jafnvel í auglýsingum. Græt hinsvegar ekki við jarðarfarir, vinum og vandamönnum til óhugnaðar yfir kaldlyndi mínu. Ég hef ekki grátið af sorg, ótta eða reiði í nokkur ár.

En maður getur nú verið sár þótt maður grenji ekki.

Best er að deila með því að afrita slóðina