Hvað er uppáhalds hádegisverðarkjötið þitt? (FB leikur)

Umhverfisvænn nýstúdent með augnhárin titrandi af feimni, enda er uppáhaldsfrasinn minn ‘lambakjöt í rúmið mitt’.

Ef ég væri karlmaður myndi þessi játning leggja mannorð mitt í rúst en þar sem ég er kona munu sumir kyngja hneykslun sinni, aðrir hnussa stundarhátt, einhver hugsa ‘jahá, ég líka en ég er ekki svo vitlaus að tala um það’ og einhver nýstúdentinn mun hugsa dónalega til mín og kalla mig MILF.

Uppáhalds kvöldverðarkjötið mitt er hinsvegar saltkjöt en það getur maður nú ekki lagt á skrokkinn á sér mjög oft.

Best er að deila með því að afrita slóðina