Gælur

****: Ég var að heyra brandara, datt í hug að deila honum með þér
Eva: Nú varstu að hlusta á kvöldfréttir?
****: 😀 Veistu hvað er það besta við munngælur?
Eva: Ef ég á að svara fyrir sjálfa mig; þær taka enda þegar ég er búin að gera mér upp fullnægingu.
****: LOL, en rétta svarið er 10 mín. þögn.
Eva: Ég get alveg talað þótt maður sé að veita mér munngælur. Væri reyndar líkleg til þess, svona til að dreifa huganum.****: Ég meinti ef karlinn er í hlutverki þiggjandans.
Eva: Það meikar meiri sens. Annars hef ég ekkert rosalegan húmor fyrir þeirri goðsögn að konur geti aldrei þagnað, einkum þar sem rannsóknir sýna einmitt að konur tala minna, t.d. á fundum enda þótt bæði karlar og konur telji að þær tali lengur.
****: Má vera, en ekki inn á heimilum held ég samt, en auðvitað spila brandarar á steríótípur.
Eva: Auk þess sem ég hef aldrei séð það sem einhverja sérstaka mannkosti hjá karlmanni að þurfi að draga allt upp úr honum með töngum.
****: Þetta er brandari elsku Eva mín, ekki pólitísk yfirlýsing.
Eva: Ég veit en mig skortir húmor fyrir slysum, sjúkdómum, kynþáttahyggju og kynrembu.
****: Eva húmorinn felst í óvæntu svari.
Eva: Já nema það er ekkert svo rosalega óvænt. Brandarar um meint málæði kvenna eru satt að segja að verða hálfþreyttir. Það er samt einn kynrembubrandari sem mér finnst fyndinn þótt hann fari yfir mörkin í ósmekklegheitum.
****: Má ég heyra?
Eva: Hvað segir þú við konu með glóðarauga?
****: var maðurinn þinn að lemja þig? og hún segir, nei við vorum í 69? Bara að giska…
Eva: Þú þarft ekki að segja neitt, það er greinilega búið að tala við hana.
****: Úfff, þessi er ljótur!
Eva: Hann er ekki búinn. Hvað geturðu sagt við konu sem er með glóðarauga á báðum?
****: Pass.
Eva: Ekkert sem er ekki búið að segja henni tvisvar.
****: Ái!
Eva: Kynrembubrandarar þurfa að ganga svona langt til að mér finnist þeir fyndnir.
****: Þú ert skrítin skrúfa.
Eva: Málið er að enginn sómakær maður samþykkir líkamlegt ofbeldi en hinsvegar finnst meirihluta karla sjálfsagt að þagga niður í konum. Meirihluti kvenna sættir sig við það og talar ekki opinberlega um hluti sem skipta máli en þvaðra því meira um ómerkilega hluti heima hjá sér. Þannig að feginleikinn yfir 10 mínútna þögninni er of nálægt raunveruleikanum til að vera fyndinn.
****: Er það í alvöru þannig Eva? Finnst þér að karlmenn reyni að þagga niður í þér?
Eva: Ekki mér nei. En þeir vita líka að ef þeir reyna það mun ég svara fyrir mig, hversu gælin sem ég hef annars verið í orðfari og enginn karl vill taka áhættu á að ég hefji ræðuhöld með sköndulinn á honum á milli tannanna. En já, kona þarf venjulega að glefsa í þó nokkuð marga karlmannsdindla, áður en þeir hætta að segja henni að halda kjafti og vera sæt.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Gælur

  1. ————————————
    Þetta blogg og hin fyrir neðan er hrein snilld. Eiginlega ósammála öllu en samt ekki. Það er einhver tónn sem höfðar til mín.

    Posted by: Benedikt Halldórsson | 9.02.2009 | 1:37:09

    ————————————

    Híhíhí við erum líklega með svipaðan húmor. Auk þess hef ég oft sagt að „þögla týpan“ sé ofmetin, oft eru þetta bara hugmyndasnauðir menn sem ekkert hafa fram að færa.

    Posted by: Þórdís | 9.02.2009 | 8:36:34

    ————————————

    Get skrifað undir þennan undarlega húmor líka, ekki segja neinum.
    Og ég er sannfærð um að á þessu heimili talar maðurinn meira en konan, en það þyrfti þó að mæla þetta því ég er svo sem ekki þekkt fyrir að vera „þögla týpan“.

    Posted by: Kristín | 9.02.2009 | 10:55:07

    ————————————http://www.visir.is/article/20090209/FRETTIR01/165707924

    Þá veit maður það.

    Posted by: HD | 9.02.2009 | 12:37:48

    ————————————

    Sú mýta að karlmenn séu EKKI símalandi kjaftatíkur má alveg fara að deyja mín vegna. Ég vinn með 6 slíkum. Aðeins þeim sjöunda tekst að vera þögla týpan.

    Posted by: Ásta | 9.02.2009 | 14:35:25

     

Lokað er á athugasemdir.