Eva er komin á séns

Baggalútur er skotinn í mér.

Sem er út af fyrir sig skemmtilegt.
Ég hef gert nokkrar tilraunir til að máta Braga Valdimar Skúlason inn í erótískar fantasíur af því að ég er skotin í skáldgáfu hans og húmorinn hans gerir mig graða. Samt ganga þessar fantasíur ekki almennilega upp, því hann er alltof vel greiddur fyrir minn smekk. Alltaf þegar ég er þangað komin í fantasíunni að Bragi er kominn í hjúkrunarkonubúninginn og er einmitt að veiða feitan, erótískan saltketsbita upp úr pottinum, þvælist úfin lopapeysa á ryðguðu reiðhjóli inn í drauminn.

Tinna ráðlagði mér að máta Kalla í staðinn.
Það gengur því miður ekki upp. Hann verður bara ekki eins heitur í hjúkrunarkonubúningi.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Eva er komin á séns

 1. ——————————–
  Það er nauðsynlegt að krydda góðar sögur svolítið svo þær verði betri. Það þarf ekki skáldagáfu til.

  Posted by: Elma | 9.02.2009 | 21:07:38

  ——————————–

  Hvort metur þú meira, fantasíuna eða raunveruleikann ?
  Fantasían er þægilegri, því hún krefst ekki uppgjörs, né líkamlegrar nándar, lyktar né svita. Gangi þér farsællega með fantasíuna. Hún kostar bara eigin haus, en litlar fórnir.
  Gangi þér vel með gredduna, því hún er uppspretta margs.

  Posted by: Stefán | 10.02.2009 | 0:27:23

  ——————————–

  Gúggl í borg. Það dugar ekki að setja upp púkasvip þegar er spurt um eftirnafn ef sá sem spyr keyrir þig heim að dyrum.

  Posted by: Nix | 28.06.2009 | 12:35:25

Lokað er á athugasemdir.