Þegar ég lauk MA náminu fór ég að kenna. Tengdapabbi fór á límingunum yfir því að ég væri að ‘droppa út úr skóla’ og taldi víst að þar með væri lífi mínu sem vitsmunaveru lokið. Reyndar naut ég hvers einasta dags í Háskólanum. Mér leið vel í Árnagarði, fannst óskaplega gaman að sækja fyrirlestra, var í essinu mínu í umræðutímum og skilaði ritgerðum yfirleitt löngu fyrir eindaga. Ég hefði verið alveg til í að vera þar áfram sem BA eða MA nemi en mér fannst það hljóma bæði einmanalega og einhæft að sitja yfir sömu ritgerðinni í mörg ár.
En í morgun semsagt fékk ég vitrun. Ég hef að því leyti breyst á þessum árum að ég hef mun minni þörf fyrir félagsskap og síðustu 5 árin hef ég að mestu leyti unnið ein. Auk þess gæti ég þá haldið búðinni opinni eftir hádegi 3 daga í viku og haldið áfram að taka á móti hópum. Ég ætlaði hvort sem er að verða manneskja sem gerir það sem henni bara sýnist þegar ég yrði stór, svo því skyldi ég ekki bara hafa opið eftir hentugleikum?
Ég hringdi í nemendaskrá og jújú, þeir taka ennþá inn doktorsnema allt árið. Þá er það er semsagt ákveðið að svo fremi sem annaðhvort Bergljót eða Ásdís Egils vilja leiðbeina mér, þá er ég að fara í skóla um áramótin. Mér finnst dálítið skrýtið að hugsa til þess að vera í sama skóla og barnið mitt en hann er víst orðin stór. 22ja ára í dag. Ég held að Darri sé líka búinn að komast að niðurstöðu um það hvað hann ætlar að læra en voga mér ekki að uppljóstra því.
Ég er að fara til Palestínu í september. Vííí!
——————————–
þetta líst mér á!
Posted by: baun | 22.07.2008 | 10:24:53
——————————–
Frábært 🙂
Posted by: hildigunnur | 22.07.2008 | 11:28:42
——————————–
Mikið var gaman að þú fékkst slíka vitrun sem þessa. Þú ferð nú líklega létt með að sópa þessu upp eins og öðru sem þú tekur þér fyrir hendur.
Posted by: Ragna | 22.07.2008 | 12:13:38
——————————–
Aha, ég var of fljót að setja á send. Ég ætlaði að óska þér til hamingju með hann Hauk frumburðinn þinn.
Kær kveðja til ykkar allra.
Posted by: Ragna | 22.07.2008 | 12:15:43
——————————–
Töff! 🙂
Posted by: Unnur María | 22.07.2008 | 12:33:47
——————————–
frábært skref hjá þér! þetta er eitt af því sem ég á eftir að gera – hef það á 5-10 ára planinu.
Posted by: inga hanna | 22.07.2008 | 13:30:09
——————————–
Til hamingju með drenginn þinn og þessa frábæru ákvörðun!
Posted by: Sigga | 22.07.2008 | 21:24:30
——————————–
Má ég spyrja?
Doktorsnám í hverju?
kjh
Posted by: kjh | 22.07.2008 | 22:52:16
——————————–
Doktor Eva, I like it:)
Posted by: Guðjón Viðar | 22.07.2008 | 23:04:30
——————————–
😀 Það líst mér vel á.
Posted by: Bogga | 22.07.2008 | 23:06:04
——————————–
Í íslensku Kjartan.
Nema ég athugi hvort ég kemst inn í stjarneðlisfræði.
Posted by: Eva | 23.07.2008 | 0:03:37
——————————–
OK!
Íslenka er nær þér en stjarneðlisfræði, ekki spurning. Ég sé þó fyrir mér heimspekileg málefni svífa yfir þínum vötnum. Kanski getur þú tvinnað þetta tvennt saman.
kjh
Posted by: kjh | 23.07.2008 | 0:20:51
——————————–
Góðar fréttir. Stjarneðlisfræðin á ekki við þig, þú ert sjálf stjarna. Ég sé fyrir mér „Tregir málmar (svo sem ál og blý) í íslenskum bókmenntum“.
Posted by: G | 23.07.2008 | 13:04:50