Frjádagur kominn heim

Sonur minn Byltingin fór út í víða veröld að leita sér frægðar og frama. Á meðan missti hann af óeirðunum hérna heima. Kaldhæðni örlaganna lætur engan ósnortinn.

Gott að hafa endurheimt hann í tæka tíð fyrir þessi réttarhöld á mánudaginn. Búið að fresta þeim tvisvar og hann ætlaði ekekrt að koma heim fyrr en í júní; galdrar virka.

Við ætlum að drekka ullabjakk í kvöld.

——————-

TJÁSUR

gott að heyra. ullabjakk á sínar góðu hliðar eins og við öll.

Posted by: baun | 16.05.2008 | 18:31:16

Gott að guttinn er kominn heim til mömmu. Samgleðst.
Verði ykkur ullabjakkið að góðu 🙂

Posted by: Harpa | 16.05.2008 | 19:20:43