Allt með sykri og rjóma

Matur. Meiri matur. Grilljón pakkar og svo fleiri.

Afi og Miriam sitja í sófanum og lesa saman prinsessubókina sem Tara fékk í jólagjöf.
Darri og Walter liggja á hnjánum á gólfinu og leika sér fallega að „brautalestinni“ hans Tristans litla. Tara, sem hefur annars einokað Miriam allt kvöldið leikur sér með þeim og hérna kemur litli stubbur akandi nýja vörubílnum sínum inn í eldhús.

Haukur kemur af vaktinni um miðnætti. Gúllar í sig bæði humarsúpu og kjöti í tilefni dagsins. Tara loksins orðin svöng en hvorugt barnanna kom miklu niður um sexleytið og Haukur sker handa henni væna flís af feitum sauð. Ég þeyti meiri rjóma.

Jól.

Best er að deila með því að afrita slóðina