Fullkomið

Ég á fullkomið heimili (nema stofuborðið mitt er bilað en Pegasus ætlar að laga það í fyrramálið þvi hann er svo góður lagari) og fullkomin börn (fullorðin + uppkomin = fullkomin?) Við ætlum að halda jól með fjölskyldu Walters, nota heimilið hans og siðina okkar. Ég fór til Walters til að útbúa möndlugrautinn og krydda kjötið, svo allt sé nú nákvæmlega eftir mínu höfði, og þegar ég fór að heiman var all subbulegt jólaföndur í vinnslu. Ég var að vísu búin að segja þeim að ég vildi að allt yrði fullkomið þegar ég kæmi heim og ég vissi að þau myndu taka til og allt það en ég reiknaði samt ekki með því að það yrði eins og ég hefði gert það sjálf.

Fæturnir á mér eru skælandi af þreytu en nú er ég komin í frí og það er svo fínt heima hjá mér að ég tími varla að fara að sofa.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Fullkomið

 1. ———————————————

  Til hamingju með þetta allt saman og gleðileg jól 🙂

  Posted by: hildigunnur | 24.12.2007 | 10:10:20

  —   —   —

  Gleðilega hátíð og njóttu hamingjunnar! 🙂

  Posted by: Sigga | 24.12.2007 | 13:18:34

  —   —   —

  Gleðileg jól Eva mín 🙂

  Posted by: Harpa | 24.12.2007 | 15:40:30

Lokað er á athugasemdir.