Móðir mín var gráti næst þegar ég kom upp á spítala í morgun. Klukkan var orðin 9 og hún var búin að biðja um ákveðið magalyf frá kl 5 um morguninn en hafði bara fengið eitthvað ódýrt samheitalyf sem virkar ekkert á hana.
Hún fékk lyfið sem hún bað um á meðan ég stoppaði. Samt beit ég engan. Ég hefði samt gert það ef ég hefði þurft. Það er nefnilega staðreynd að ef hlutirnir ganga ekki eins og þeir ættu að gera þá er gott ráð að verða bara gjörsamlega snarvitlaus.
Þetta var oft svona svipað þegar amma var sem veikust. Hún fékk þá þjónustu sem hún þurfti loksins þegar aðstandendur komu í heimsókn.