Stormur

Getur verið að sértæk jólaskrautsröskun sé ekki lengur almennt aðventuheilkenni? Eða hefur þol mitt gagnvart ofhlæði ósmekklegra ljósaskreytinga aukist? Ég verð allavega lítið vör við blikkljós og aðrar skreytingar sem ofbjóða fegurðarskyni mínu, finnst bara flest hús og garðar ósköp hófleg og huggleg.

Ég gæti nú best trúað að einhverjar ljósaseríur hafi fokið í nótt. Ég var satt að segja frekar skelkuð í mestu látunum og gekk á með martröðum það sem eftir lifði nætur. Ég er yfirleitt ekki svona veðurhrædd en það þarf ekki mikið til að koma mér úr jafnvægi þessa dagana. Það er ástaróbermið sem er að hvekkja mig. Tekur á taugarnar að eiga eitthvað til að missa.

One thought on “Stormur

  1. —————————————

    æ, ég vona að þetta ofhlaðna dót sé farið að minnka eitthvað 😮

    Posted by: hildigunnur | 11.12.2007 | 15:46:14

Lokað er á athugasemdir.