Bara ekkert vesen

Mig hefur alltaf langaði í draumamann. Karlmann sem mætir öllum mínum þörfum. Þörfinni fyrir nánd, ástúð, snertingu, athygli, viðurkenningu, skilning, virðingu, hreinskilni, tillitssemi, öryggi, húmor.

Þörfinni fyrir að finnast ég skipta máli. Ég hef alltaf trúað því að það væri til. Ég efaðist hinsvegar um að þótt til væri maður sem uppfyllti allar þessar þarfir, myndi sá hinn sami fara með mig á hverja flugeldasýninguna á fætur annarri og bjóða upp á helvítis helling af rómantík líka. Allra síst hefur það hvarlað að mér að ég fengi annað eins eintak, án nokkurra mikilsháttar vandamála!

Ég hefði ekki boðið sjálfri mér upp á mann sem er alkóhólisti, þunglyndur, ofbeldishneigður, geðillur eða atvinnulaus að eðlisfari. Flest annað hefði ég verið til í takast á við. Blankheit? Ekki málið, svo framarlega sem maðurinn er ábyrgur. Sjúkdómar, fötlun…? glætan að ég léti það trufla mig ef ég fengi allt sem skiptir máli. Erfið börn? Vandræðaunglingar? Fyrrikonudrama? Klikkuð tengdamamma? Matvendni? Kyndeyfð? Trúhneigð? Ofurviðkvæmni? Afbrýðisemi? Ég hefði kyngt því öllu saman, brosandi. Mér þætti erfitt að vera með sóða en ég hefði samt verið til í láta á það reyna ef allt annað hefði verið súpergott. En það er ekkert vandamál sýnilegt.

Best er að deila með því að afrita slóðina