Tilgangur lífins

Ekki svo að skilja að mér finnist tilgangur nauðsynlegur. Ég geri fullt af hlutum sem ekki þjóna sérstökum tilgangi en finn aldrei hjá mér neina hvöt til að leggjast í þunglyndi yfir tilgangsleysi þeirra. Stundum naga ég neglurnar. Stundum klára ég að lesa bók sem mér finnst ekkert áhugaverð þótt ég hafi nóg þarfara að gera. Stundum helli ég mér kaffi í bolla en drekk það svo ekki. Stundum skrifa ég bloggfærslu sem ég birti ekki.

Best er að deila með því að afrita slóðina