Eini mælikvarðrinn

Og þótt ég hafi aldrei séð hann og viti ekkert um hann þá veit ég alveg hvaða helvíti þú ert að ganga í gegnum.

Fólk mun gera lítið úr því, það geturðu verið viss um. Af því að það á sjálft að baki lengri sambönd, af því að engin börn eru í spilinu, af því að það eru svo margir aðrir fínir kostir sem standa þér til boða, af því að allir hafa lent í þessu, af því að þetta gæti kannski lagast, af því að hann er hvort sem er ekki nógu góður fyrir þig…

En ekkert af þessu skiptir verulegu máli. Alvarleiki sambands verður aðeins mældur í sorginni sem tekur við þegar því lýkur.

Best er að deila með því að afrita slóðina