Þrjú andlit Evu

Satt að segja er ég hreint ekki viss um hvort þær myndir sem ég hef af sjálfri mér séu nokkuð líkar þeim sem aðrir sjá eða hvort ein þeirra er sannari en önnur. Eða hvort sannleikurinn er meira frelsandi en fótósjopp.

102    101    104

Skáldið                          Nornin                         Sápuóperan

Á tímabili var ég mjög hrifin af fótósjopp. Fannst að þar sem enginn sannleikur er til annar en sá sem maður sjálfur býr til í hausnum á sér,   væri alveg eins gott að sýna fegraða mynd af sjálfum sér. Ég játa á mig taumlausa æskudýrkun en nú þegar ég skoða þessar myndir (þær eru allar teknar á 3ja mánaða tímabili og engin þeirra er fegruð) lendi ég í vægri tilvistarkreppu; mér finnst sú unglegasta alls ekki fallegust. Á einni þeirra er ég ómáluð og ég er ekki viss um að það skemmi fyrir.

Af 30 andlistmyndum sem Snorri tók af mér í mars, voru aðeins 8 sem ég var ánægð með. Ég taldi í fyrstu að það væru þær myndir sem sýndu mig hvað fallegasta en nú, nokkrum mánuðum síðar sé ég að þetta er ekki alveg svona einfalt. Augnpokar og hrukkur eru ekki á óskalistanum og myndir sem sýna geðsjúklingslegt augnaráð eða heimskulegan munnsvip því síður. En tvennt til viðbótar fellur mér ákaflega illa, án þess að hafa áttað mig á því fyrr en nú; opið bros og myndir þar sem linsan horfir niður á mig.

Mér finnst ég lík sjálfri mér á þessum þremur myndum en flestar þeirra mynda af mér sem ég er ánægð með sýna manneskju sem ég þekki ekki. Og er sennilega ekki til.

One thought on “Þrjú andlit Evu

  1. ———————————————————–

    Fótósjopp eru lýtarlæknngar fátæka fólksins. Mér fannst t.d. mjög gaman að geta tekið af mér gleraugun, en fjarlægt gleraugnabaugana. Náttúran mun hins vegar fjarlægja þá á 6-8 mánuðum í linsunotkun, því mér er sama um hrukkur, en áunnir baugar vegna fötlunar valda mér angri. En nú hefur alþjóð fengið að berja gleraugnaglaða mig, opinmynnta, krumpaða og glennta, með dökkhært stúlkubarn sem sveik lit og er miður kát – og það er ekkert sem ég get gert nema að gleðjast yfir hversu vel ég lýt út þrátt fyrir aldur og fyrri störf 😉 Barnið verður í mínum augum alltaf fallegt. Mér þykir þú hins vegar stórglæsileg á öllum þessum myndum, enda ertu góðum kinnbeinum gædd 🙂

    Posted by: lindablinda | 24.08.2007 | 19:43:35

    ———————————————————–

    ég held manni sé nú ekki ætlað að segja til um hver þessarra mynda er best, en mér finnst samt nornamyndin svakalega kúl.

    Posted by: inga hanna | 24.08.2007 | 21:33:11

    ———————————————————–

    Allar þessar myndir eru mjög góðar, ég er kannski hrifnust af sápuóperunni.

    Posted by: hildigunnur | 24.08.2007 | 21:35:33

    ———————————————————–

    Eva mín þú ert falleg ist sem innst,hvort sem það er á mynd eða ekki.Kv Bogga

    Posted by: Bogga | 24.08.2007 | 23:34:32

    ———————————————————–

    Æææjjææ Linda mín. Er alþjóð búin að berja þig? Hvur leyfði slíkan ósóma?

    Posted by: Eva | 25.08.2007 | 13:51:43

    ———————————————————–

    mér líkar skáldið best, ert svo sæt í rauðu kápunni:)

    Posted by: baun | 25.08.2007 | 14:40:17

    ———————————————————–

    Best finnst mér þú í eigin persónu. 🙂
    á.m.a. þú hefur númerið mitt en ég ekki þitt. Hef fréttir.

    Posted by: Gillimann | 25.08.2007 | 17:35:07

    ———————————————————–

    Hahaha. Átti víst að standa „augum“ þarna einhversstaðar. En ég leyfi allan ósóma sjálf og er því minnar eigin ógæfu smiður

    Posted by: lindablinda | 26.08.2007 | 18:34:32

    ———————————————————–

    Ég held að myndin til nægði til að koma þér á framboðslista en ég er ekki alveg viss hjá hvaða flokki. Gætir hljómað sem VG manneskja nema fyrir tíð skynsemisköst og skort á forpokuðum hugsunarhætti 🙂

    Posted by: Guðjón Viðar | 28.08.2007 | 13:24:11

    ———————————————————–

    Lengst til vinstri, ætlaði ég að segja

    Posted by: Guðjón Viðar | 28.08.2007 | 13:25:14

Lokað er á athugasemdir.