Heræfing í heimkeyrslunni

Vaknaði í súðarherbergi í Hullusveit, laust fyrir kl 7 í gærmorgun við skothríð. Mér datt helst í hug að þetta væri einhver satanísk landbúnaðarvél. Mér skjátlaðist, þetta var sumsé vélbyssuskothríð en líklega bara gerviskot. Herinn var nefnilega með æfingu í garðinum hjá Hullu og Eika. Þegar Hulla var á heimleið eftir að hafa komið börnunum í skólann, rak hermaður í felubúningi, með hjálm og andlitsmálningu hausinn út úr runna rétt við innkeyrsluna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem herinn er með æfingu í þessu friðsæla sveitaþorpi. Í fyrra ók hertrukkur alveg upp að húsinu og notaði planið fyrir framan útidyrnar til að snúa við. Mér finnst þetta ekki í lagi.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Heræfing í heimkeyrslunni

Lokað er á athugasemdir.