Safi

-Má ekki bjóða þér eitthvað vatnslosandi? spurði Maðurinn sem teiknar hugaróra á hafsbotni og rétti mér glas með drykk sem er jafnvel rauðari en varir málfræðikennarans með hljóðvarpablætið.
-Veistu að það sem þú ert að bjóða mér er uppistöðuefni í ástarelexír? sagði ég. Hann þvertók fyrir að hafa vitað það.

Vatnslosandi er kannski ekki það æskilegasta fyrir svefninn. Við sættumst á flóaða mjólk með hunangi.
Ég svaf mjög vel í nótt.

Best er að deila með því að afrita slóðina