-Ætli þetta sé ekki einskonar tilvistarkreppa. Ég þurfti bara að gá hvort ég væri til í alvöru eða hvort ég er bara skáldskapur, sagði ég og sleikti rjómann af brúninni á kakóbollanum.
-Þú ert til í alvöru, ég get vottað það, sagði anna.is.
Ég horfði á hana í forundran og spurði hvort hún hefði virkilega aldrei lesið sitt eigið blogg. Hvort hún ætlaðist til þess að ég keypti þá hugmynd að hún sjálf væri eitthvað annað en skáldskapur.
-Það hlýtur nú samt að vera hægt að fá úr þessu skorið, sagði anna.is. Er ekki einhver skrifstofa sem getur gefið út vottorð um tilvist manns?
Ég veit það ekki. Kannski. Sjálf fór ég þá leið að hætta að blogga í nokkra daga og gá hvað gerðist. Hef kíkt á síðuna á hverjum degi og jú, um leið og ég hætti að skrifa, kom eyða í söguna. Sem hlýtur að vera ótvírætt merki um að það sé ég sjálf sem skrifi hana. Og ef ég skrifa, þá hlýt ég að vera til.
Nema þetta sé trix hjá höfundi. Hluti af sögunni að láta Sápuóperu vera í tilvistarkreppu og hætta að skrifa til að færa sönnur á tilvist sína.
————————————–
🙂 Þú ert klikk.
Auðvitað er þetta allt skáldskapur. Hvernig dettur þér annað í hug?
Eftir nokkra kafla verð ég t.d rík.
Love you og haltu áfram að skrifa….
Posted by: Hullan | 26.03.2007 | 16:03:53
————————————–
Mikið var að þú tókst við þér kona. Velkomin aftur, bloggið þitt er alltaf áhugavert.
Posted by: Ragnhildur (ókunnug) | 26.03.2007 | 21:26:04
————————————–
mæli með myndinni „stranger than fiction“ fyrir þig…
Posted by: baun | 27.03.2007 | 10:30:34
————————————–
Tek undir þetta með baun.
Gott að sjá að þú ert farin aftur að skrifa. Það var orðið tómlegt án þín.
Posted by: Þorkell | 27.03.2007 | 10:47:04
————————————–
bloggito ergo sum
Posted by: baun | 27.03.2007 | 11:40:31
————————————–
Án þín er gapandi tóm í blogghringnum mínum… :o)
Gott að fá þig aftur.
Posted by: Gerður | 28.03.2007 | 13:42:06