Guðjón Byrgisson, Guðný Byrgisdóttir…

Það lítur út fyrir að heil kynslóð Byrgisbarna vaxi úr grasi á næstu árum.

Án þess að ég ætli að afsaka dónakallinn; hafa þessar konur aldrei heyrt um getnaðarvarnir? Eða var hugmyndin að ala upp nýja þjóð sem er runnin af hans blessaða sæði?

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Guðjón Byrgisson, Guðný Byrgisdóttir…

 1. ——————————————

  Getnaðarvarnir eru svo mikil fyrirhöfn!

  Posted by: Kalli | 8.02.2007 | 14:08:01

  ——————————————

  Já allveg sammála honum Kalla. Þá er miklu minni fyrirhöfn að ala upp barn/börn. Sérstaklega ef þau eru getinn af séra Gumma ;o)

  Posted by: Hulla | 8.02.2007 | 14:11:16

  ——————————————

  það er ekki nema von að „blessaður“ maðurinn hafi ekki getað haldið sig við eina. Ómögulegt að „bindast“ vanfærum konum

  Posted by: Harpa | 8.02.2007 | 16:45:34

  ——————————————

  Nei – þær bera víst enga ábyrgð – þetta er allt honum að kenna. Höfum það á hreinu. Svo held ég að þetta verði Bambi Gull Byrgisson og Arena Líf Byrgisdóttir Proppé

  Posted by: Barbie | 8.02.2007 | 20:12:53

  ——————————————

  Ég er með samviskubit. Finnst ég hafi svarað full fávitalega hér ofar.
  Málið er einfaldlega þannig að þó svo þessir „skjólstæðigar Byrgis“ hafi alið afkvæmi, jafnvel vitandi allt varðandi getnaðarvarnir, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að þetta voru konur sem komu þarna gersamlega niðurbrotnar, beint af götunni, með ekki snefil af sjálfsvirðingu og svo framvegis. Ég held að engin venjuleg „ég“ komi nokkurn tímann til með að geta skilið það ástand sem þessar konur komu í inn á þessa „stofnun“.

  Ef ég héldi áfram endaði það með ritgerð…

  Þær voru misnotaðar af einstaklingi sem þær treystu. Einstaklingi sem þjóðfélagið viðurkenndi sem meðferðaraðila. Ekki bara að þjóðfélagið viðurkenndi það heldur var það stutt af ríkinu.
  Hætt núna….

  Posted by: Harpa | 9.02.2007 | 1:13:01

  ——————————————

  Auðvitað eru þessar konur fórnarlömb. Hinsvegar er Lille Ven ekki faðir allra þessara barna. Sumir „starfsmennirnir“ voru í raun vistmenn. Þetta voru ekki fagmenn og ég gæti best trúað að einhverjir þeirra hafi verið í frekar slæmu ástandi sjálfir.

  Svo er þetta líka alltaf spurning um að hve miklu leyti manneskja getur fríað sig ábyrgð á gjörðum sínum, jafnvel þótt hún sé fórnarlamb. Einn Breiðavíkurmannanna, síbrotamaður, nefndi í viðtali að ríkið ætti að gefa honum upp sakir. Ættum við t.d. að hugleiða þann möguleika?

  Posted by: Eva | 9.02.2007 | 10:04:47

  ——————————————

  Mér finnst Breiðavíkurmálið mun alvarlegra en Byrgismálið þó það sé ekki til fyrirmyndar. Ástæðan er sú að í Breiðavík áttu börn í hlut. Mér finnst engir glæpir alvarlegri en þeir sem börn verða fyrir.
  P.S. Hvað segir íslenskukonan um nafnið Breiðavík, sem virðist ekki beygjast nema í eignarfalli? Ég vildi geta sagt í Breiðuvík en heyri að fréttamenn beygja það ekki þannig.
  Ég óska þér góðrar helgar Eva mín

  Posted by: Ragna | 9.02.2007 | 20:56:42

  ——————————————

  Ég hef velt þessu með beyginguna á Breiðavík. Ég hef ekki fundið svar sem ég get fullyrt að sé rétt. Ég hef ákveðið að þar til annað komi í ljós hafi ég fyrrihluta orðsins eins í öllum föllum. Rökin eru sótt til Breiðafjarðar. Ef Breiðavík og Breiðafjörður væru bæði með lýsingarorðið breiður í fyrri hlutanum, þá héti Breiðafjörður Breiðifjörður. Sú nafngift hlýtur að vera hugsuð sem nafnorð „breiði“ no „fjörður“, eða fjörður kenndur við breiða. Ég er samt ekki viss um þetta því ég hef ekki fundið no breiði í orðsifjabók en no breiða (sbr blómabreiða) er þar ekki heldur.

Lokað er á athugasemdir.