Anda léttar

Byltingin búinn að gefa sig fram eftir allt of langt sambandsleysi. Ég var farin að hafa áhyggjur en snillingarnir í Saving Iceland höf’ðu upp á honum. Hvaða heilastöð ætli að þurfi að meðhöndla til að koma honum almennilega í skilning um að orðið „týndur“, merkir ekki „þegar þú ert einn uppi á hálendinu í vondu veðri og ratar ekki heim“ eða „þegar mannræningjar hafa flutt þig nauðugan til Venesúela og skorið af þér litlu tána,“ heldur bara einfaldlega „þegar mamma þín veit ekki hvar þú ert“?

Hann er allavega staddur í Reading og allt í lagi með hann. Ætlar að senda tölvupóst seinna í dag.

 

One thought on “Anda léttar

  1. ——————————

    samgleðst. ósköp þætti mér erfitt að heyra ekki í sonum mínum í langan tíma, hlýtur að taka á mömmutaugarnar.

    Posted by: baun | 8.02.2007 | 11:32:18

    ——————————

    gott að þú ert búin að heyra frá kauða 🙂

    Posted by: Harpa | 8.02.2007 | 12:36:18

Lokað er á athugasemdir.