Nornin: Ég var að skoða yfirlitið frá þér og sumar tölurnar stemma ekki við blaðið sem ég er með fyrir framan mig.
Þjónustuaðili: Nú? Hvernig getur staðið á því?
Nornin: Já það er nú einmitt það sem ég er að velta fyrir mér. Hvernig fannstu þessar tölur?
Þjónustuaðili: Þetta bara spýttist svona úr prentaranum.
(Ég fann að ég varð skrýtin á svipinn)
Nornin: Jaaaaá, en þá hljóta tölurnar að vera svona í skjalinu. Ekki prentar hann eitthvað annað en stendur þar?
Þjónustuaðili: Nei, þetta er eins hjá mér, tölvan vill hafa þetta svona, munar miklu?
Nornin: Nei, nei, þetta munar ekki nema nokkrum krónum, ekkert stórmál en ég vil samt hafa þetta rétt svo við þurfum að finna villuna. Hvar fékkst þú þessar tölur?
Þjónustuaðili: Ég veit það ekki almennilega. Þetta er bara svona í kerfinu.
Alltaf finnst nú leiðrétting á endanum en já, mér finnst ég ennþá vera dálítið skrýtin á svipinn.