Það var málið!

It´s a date!
Ég á semsagt bókað stefnumót við einstæðan pabba sem lítur allavega vel út á mynd.

Nei elskurnar, hann heitir ekki handsomedevil46. Sá gaur var einn þeirra fyrstu sem ég blokkeraði. Fyrsti lesandi sem getur rétt til um ástæðuna fyrir þeirri blokkun fær í verðlaun 2000 úttekt í Nornabúðinni.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Það var málið!

 1. ____________________________________________________________________

  Hefði ég ekki þurft að biðja um deit fyrst 🙂

  Posted by: handsomedevil46 | 22.01.2007 | 9:57:45

  ———————————————————-

  Neinei. Ég hef líka blokkerað nokkra án þess að þeir hafi sent mér póst. Það er sægur manna þarna inni sem ég kæri mig ekki einu sinni um að ávarpi mig.

  Posted by: Eva | 22.01.2007 | 10:52:24

  ———————————————————-

  Handsomedevil 46, þýðir að hann er fæddur 1946. Þú blokkaðir alla sem eru eldri en pabbi þinn og þar með þennan gaur.

  Posted by: Ram | 22.01.2007 | 11:25:27

  ———————————————————-

  Kommon baun:) Þú hlýtur að geta gert betur en þetta. Ég á reyndar ekki sjéns á að vinna verðlaunin því ég hef ekki hugmynd, en ég er ekki fæddur 1946 🙂

  Posted by: handsomedevil46 | 22.01.2007 | 11:41:03

  ———————————————————-

  46, handsome og þarf að leita logandi ljósi? Varla meira þá en súkkulaðiskelin sem hylur hann, svona eins og páskaegg. Kannski er hann að skjóta framhjá.

  Posted by: Gillimann | 22.01.2007 | 12:54:09

  ———————————————————-

  ég skýt á stafsetningu 🙂

  Posted by: inga hanna | 22.01.2007 | 13:21:34

  ———————————————————-

  Súkkulaðiskel og stafsetning, kræst 🙂 Þið hljótið að geta betur en þetta. Ég er ekki að skjóta framhjá því ég er ekki að skjóta yfirleitt. Kannski er það problemið 🙂

  ss.fyrir utan stafsetningunna 🙂

  Posted by: handsomedevil46 | 22.01.2007 | 13:28:44

  ———————————————————-

  Ég hélt að svarið væri að finna í auglýsingunni á einkamál en finn hana ekki :-I

  Posted by: Ásdís | 22.01.2007 | 13:32:47

  ———————————————————-

  Mig vantar þennan 2000 kall til að kaupa fávitafælur og farga þeim. Þær eru að skemma ástarlíf mitt…

  Posted by: Kalli | 22.01.2007 | 14:05:39

  ———————————————————-

  Bið menn að hafa í huga að nýleg myndbönd af kviðsignum kindum dugðu einungis til heilagrar vandlætingar á ráðamönnum. Hér erum við að tala um bannfæringu af týpunni Benedikt 16 á englaryki 🙂 Be imaginative !!

  Posted by: handsomedevil46 | 22.01.2007 | 14:11:54

  ———————————————————-

  Þetta eru súrrealískar umræður. Handsomedevil46 veit ekki hvers vegna honum var hafnað en vill fyrir alla muni fá frumlega og góða ástæðu. Humm.

  Hér er ein. Hann er haldin 46 illum (en myndarlegum) öndum. Og Eva leggur ekki í fleiri andsetin sambönd.

  Vann ég úttekt?

  Posted by: Þorkell | 22.01.2007 | 16:01:56

  ———————————————————-

  Efast um það. Kemur fram að tjéður skratti sóttist ekki eftir deiti til að byrja með. Þú ert hins vegar farin að nálgast svæði 51:)

  Posted by: handsomedevil46 | 22.01.2007 | 16:27:08

  ———————————————————-

  Þetta snérist ekki um hvort þú hafir sóst eftir stefnumóti heldur hvers vegna Eva hafnaði þér aður en það kom að því. Mér finnst maður sem er stútfullur af illum öndum (hvort sem þeir eru fallegir eða ekki) næg ástæða.

  Posted by: Þorkell | 22.01.2007 | 16:48:12

  ———————————————————-

  Ég giska á að nickið hafi verið næg ástæða

  Posted by: Harpa | 22.01.2007 | 19:18:24

  ———————————————————-

  1. gisk: Hann hefur ranghugmyndir um útlit sitt.

  2. gisk: Er manndjöfullinn giftur?

  Posted by: Handóður | 22.01.2007 | 20:14:10

  ———————————————————-

  Einstæður með börn

  Posted by: Smári Baldursson | 22.01.2007 | 21:11:32

  ———————————————————-

  Einstæður með börn er það sem ég er að leita að. Ég vil alls ekki barnlausan mann og því síður kvæntan.

  Posted by: Eva | 22.01.2007 | 22:02:32

  ———————————————————-

  Pray tell, I’m all giddy with exitement 🙂

  Posted by: handsomedevil46 | 22.01.2007 | 22:36:00

  ———————————————————-

  Svarið er komið. Ég mun setja mig í samband við vinningshafann en ekki verður upplýst um rétt svar á þessum vettvangi.

  Bent skal á þann möguleika að setja fram fleiri tillögur ef þær koma lesendum í hug enda þótt engin verðlaun séu í boði lengur.

  Posted by: Eva | 23.01.2007 | 12:31:05

Lokað er á athugasemdir.