Af menningarlífi mínu margháttuðu

Má vel vera að það sé lítt við hæfi að staupa sig á dönskum brjóstdropum og íbúfeni á Vínartónleikum en só bí itt, það hefði verið ennþá verra að hósta. Ég var búin að kaupa miðana og strákarnir vildu ekki nota þá svo ég dró Sigrúnu með mér.

Skemmti mér konunglega þrátt fyrir snýtupappír í annarri hendi og hóstamixtúru í hinni. Meðalaldur tónleikagesta var líklega 65 ára. Ég er nú dálítið hissa á því að sjá ekki fleira ungt fólk á svona léttum og skemmtilegum tónleikum sem gera í raun engar kröfur um að maður hafi „vit“ á tónlist til að njóta þeirra. Skil heldur ekki hverslags ómenning er eiginlega hlaupin í Darra. Haukur hefur aldrei verið neinn sérstakur áhugamaður um tónleika nema þá bara eitthvert dauðarokk og annan viðbjóð en við Darri vorum fastagestir í Salnum í fyrravetur og nú virðist hann algerlega búinn að missa áhugann. Frekar sorglegt finnst mér.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Af menningarlífi mínu margháttuðu

 1. ——————————————————

  Það verður bókað mun yngra fólk á Vínartónleikum Ísafoldar á sunnudaginn kemur. Athugaðu hvort strákur vill frekar fara þá.

  Posted by: hildigunnur | 5.01.2007 | 8:38:11

  ——————————————————

  Takk fyrir ábendinguna.

  Posted by: Eva | 5.01.2007 | 9:54:05

Lokað er á athugasemdir.