Rótin

Vinur minn Mammón er tíður gestur í Nornabúðinni þessa dagana. Návist hans gleður mig svo ákaflega að ég finn ekki einusinni hjá mér sérstaka hvöt til að hafa vit fyrir verslunaróðum viðskiptavinum. Ég hef iðulega klúðrað góðri sölu með því að benda viðkomandi á að val hans/hennar sé ekki sérlega skynsamlegt en jólunarröskun landans og hagsmunir mínir fara saman og hagsmunir eru sterkari en siðgæði, lets feis itt.

Og þannig verður kapítalisti til.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Rótin

  1. ————————————-

    Boðorð Mammons eru fá og gagnsæ. Sé eftir þeim farið stendur ekki á paradísarheimt.

    Posted by: Kapítalistinn | 11.12.2006 | 23:15:33

Lokað er á athugasemdir.