Samúð

-Ég ætti að vera leiður en ég er það ekki. Ég þekki líftíma sambanda þinna, sagðir þú og hélst að þú værir að snúa hnífnum í sárinu.

Og nú þegar þú heldur nú samt sem áður að þú sért að missa mig, tekurðu skyndilega upp á því að lesa ljóðin mín og m.a.s. að skrifa ljóð sjálfur. Reyndar alveg ágætt ljóð af frumraun að vera enda innblásturinn sóttur til Birtu.

Æ, bróðir minn litli, ég er ekkert að fara frá þér. Þótt ég kynnist hundrað mönnum og treysti jafnvel einhverjum þeirra svolítið mun enginn nokkru sinni koma í veg fyrir að ég hlusti á hjarta þitt slá.

Best er að deila með því að afrita slóðina