Ef gult væri blátt væri rautt

-Ef mín nýtur allt í einu ekki lengur við. Ef ég flyt t.d. til útlanda, muntu þá fá þér nýja hjákonu?
-Vinkonu. Það heitir ekki hjákona nema maður sofi hjá henni.
-Það heitir hjákona ef konan þín má ekki vita um sambandið.
-Hún veit ekkert um alla sem ég hitti.
-Jæja. Segðu henni frá sambandi okkar og spurðu hana hvað hún viji kalla það.
-Ókei, köllum það það sem þú vilt.
-Og muntu finna þér aðra ef ég verð ekki til staðar?
-Ég skal reyna svara því ef þú svarar mér líka. Ef ég væri einn, en allt væri að öðru leyti eins, myndir þú vilja búa með mér? Ég veit að þú vilt alveg svara mér heiðarlega en geturðu það?
-Málið er bara að það væri aldrei allt eins að öðru leyti. Það yrðir þú sem gæfist upp. Þér finnst gott að láta kúga þig en hjá mér yrðir þú að taka ábyrgð á þér sjálfur og höndla frelsið sem fylgir því. Þú réttlætir samband okkar með því að þú getir ekki verið einn en með mér þyrftirðu aldrei að vera einn og hefðir þar með enga afsökun fyrir að hitta einhverja aðra. Ég yrði ekki afbrýðisöm út í neinn nema tíkina þína og hún tæki þér ekki aftur ef þú færir frá henni svo þú þyrftir ekki að fela neitt og þar með yrði þetta ekki nógu spennandi fyrir þig.
-Þú svaraðir ekki spurningunni.

Nei, líklega svaraði ég henni ekki en það er ekki vegna þess að ég hafi ekki svar. Ég gæti búið með þér hjartað mitt, það gæti ég vel. En ég veit ekki hvort ég myndi afbera það að missa þig.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Ef gult væri blátt væri rautt

  1.  ——————————
    Gulur og blár og rauður, ég yljaði ungri mær.
    ég er loginn sem augunum lygndi.
    ég er logi dagsins í gær.

    Posted by: Langi Sleði | 29.11.2006 | 9:11:15

Lokað er á athugasemdir.