Brill

Það hentaði mér ekki beinlínis vel að bíllinn skyldi bila viku áður en ég átti von á satanískum reikningi fyrir utanhússviðgerðunum. Viðgerðarkostnaðinum var skipt niður á tvö ár og um síðustu áramót þurfti ég að taka lán til að eiga fyrir honum. Það átti ekki að gerast aftur enda hata ég að sjá mínus á bankareikningunum mínum en allt leit út fyrir að bílabilunin hefði klúðrað fyrir mér ánægjunni af grænni tölu í stað rauðrar. Gól ég því seið og hét á Mammon að forða mér frá rauðu.

Rukkun vegna uatanhússviðgerðanna er komin inn á heimabankann hjá mér. Ef maður tekur greiðsluseðilinn fyrir fyrri hlutanum og dregur frá viðgerðina á bílnum, fær maður út töluna á þessum nýja. Upp á krónu.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Brill

 1. ————————————–

  til hamingju með þessa nýju fínu síðu

  Posted by: Langi Sleði | 25.11.2006 | 12:33:30

  ————————————–

  já – það er spurning hvort það sé ekki bara hollt að sitja stundum kyrr og hlusta…. það hefur aldrei verið mér sérstaklega auðvelt, ekki frekar en ýmsar teygjuæfingar sem mér er sagt að séu hollar fyrir bakið.

  Posted by: Mannsi | 26.11.2006 | 10:20:05

  ————————————–

  Hlustun getur hjálpað manni að grípa til aðgerða áður en bilunin skemmir út frá sér en góð heyrn kemur ekki í veg fyrir að hlutir slitni.

  Posted by: Eva | 26.11.2006 | 12:48:38

Lokað er á athugasemdir.