Gúrkublogg

Ég kann ekki vel við Kuldabola. Hann er búinn að bíta mig svo illa síðustu daga að mér er kalt í beinunum þótt ég sé undir sæng með lokaðan glugga og ofninn á fullu. Svo hrekur hann viðskiptavinina mína inn í Kringlu helvískur. Nóvember ætlar að fljóta á kynningum svo líklega ætti ég ekki að kvarta en tilhugsunin um að sitja í kuldanum og lóða víra í allan dag vekur mér fullkomið ógeð.

Bíllinn minn er skítugur og búðargluggarnir líka en ég get ekki hugsað mér að láta unglingana mína sulla í vatni í þessum kulda.

Ég kann ekki almennilega við þetta letur. Finnst það of lítið og klesst en kann ekki að breyta því. Grey Anna. Ég mun ekki láta hana í friði í marga daga eftir að hún kemur heim.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Gúrkublogg

 1. ——————————————-

  mér finnst þetta mjög flott síða og letrið líka, en það mætti vera aðeins stærra (kannski bara gamlingjaaugun mín?)

  verð að fara að kíkja í búðina þína..

  Posted by: baun | 18.11.2006 | 10:06:19

  ——————————————-

  Velkomin bara. Alltaf heitt á könnunni.

  Posted by: Eva | 18.11.2006 | 10:14:57

  ——————————————-

  Mér finnst þetta mjög flott letur!

  Posted by: Þorkell | 18.11.2006 | 14:11:23

  ——————————————-

  Við nánari skoðun finnst mér letrið fínt en ég vildi hafa það stærra.

  Posted by: Eva | 18.11.2006 | 19:41:51

Lokað er á athugasemdir.