Ég lýga (Óli pýga?)

Var að tala við mann á netinu. Fæddan og uppalinn á Íslandi. Hann sagðist lýga hafa gaman af leikhúsi og bað um símmanúmmerið mitt. Ég geri ekki kröfu um fullkomna stafsetningu eða málfar en ég ætla samt ekki sleppa takinu á fordómum mínum gagnvart þeim sem skrifa lýga.

Í alvöru talað, er enginn þarna úti sem er til í að kynna mig fyrir frambærilegum karlmanni? Hundraðþúsundkall í boði handa þeim sem kynnir mig fyrir þeim sem ég mun búa með þegar strákarnir eru flognir úr hreiðrinu.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Ég lýga (Óli pýga?)

 1. ——————————————-

  hahaha! lýga! dásamlegt:D

  ég álpaðist inná einkamál.is í sumar og þvílíkur óbjóður sem mætti þar til leiks…óskrifandi karlar og gróf klámbréf.

  tók auglýsingu mína út í snarhasti…

  Posted by: baun | 18.11.2006 | 12:19:06

  ——————————————-

  Eru allir frambærilegir karlmenn á okkar aldri hamingjusamlega giftir?

  Posted by: lindablinda | 18.11.2006 | 13:18:55

  ——————————————-

  Nei, það eru alveg stórfínir menn á lausu. Ég skal kynna þig fyrir þeim sem ég þekki. Það er ekkert að þeim, ég finn bara ekki rómantíkina í mér gagnvart þeim.

  Posted by: Eva | 18.11.2006 | 19:40:47

  ——————————————-

  Hvernig er það, er ekki einhver hætta á því að viðtakandi hundraðþúsundkallsins verði sóttur til saka fyrir brot á 5. lið 206. greinar almennra hegningarlaga (19/1940), „Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða gerir sér lauslæti annarra að tekjulind, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]1) ef málsbætur eru.]2)“?

  Posted by: Elías | 19.11.2006 | 0:42:42

  ——————————————-

  Amk bannar þessi grein alla hjúskaparmiðlun hér á landi, dómstólar skáru úr um það fyrir uþb 20 árum síðan.

  Posted by: Elías | 19.11.2006 | 0:48:12

  ——————————————-

  Jæja… 100þ. kall í pottinum og ég mun ekki einu sinni gefast upp þegar þú hefur deitað alla einhleypu vini mína.

  Þú færð sambýlinginn bara nótulaust…

  Posted by: Kalli | 19.11.2006 | 12:15:14

  ——————————————-

  Engin hætta Elías. Þar sem ég hef staðfastlega haldið því fram að það sé engin ástæða til að sofa hjá öllum sem maður giptist, tel ég næsta víst að þér yrði fullkomlega stætt á því að gefa dómsvaldinu þá skýringu, að það hafi aldrei hvarflað að þér að ég fyndi lauslæti mínu farveg innan heilags hjúskapar.

  Posted by: Eva | 19.11.2006 | 14:58:34

  Aukinheldur er mér líffræðilega ómögulegt að ala af mér fleiri börn, og því mun yfirvöldum seint takast að sanna að holdlegt samræði hafi átt sér stað.

  Posted by: Eva | 19.11.2006 | 14:59:34

  ——————————————-

  Kalli. Hér með er öllum þínum einhleypu vinum boðið í kaffi í Nornabúðinni, hvenær sem þeim hentar milli 4 og 6 á daginn. Þeir mega líka skrifa mér tölvupóst en ekki hringja í mig því ég er svo leiðinleg í síma að það myndi bara flæma þá burt.

  Posted by: Eva | 19.11.2006 | 15:03:09

  ——————————————-

  Guð… þú veist ekki hvað þú ert að biðja um… 😀

  Posted by: Kalli | 19.11.2006 | 22:01:28

  ——————————————-

  ég mæti, dulbúin sem karl, bara til að skoða…

  Posted by: baun | 19.11.2006 | 22:52:15

  ——————————————-

  Ætlarðu að hafa af mér pottinn, baun?

  Posted by: Kalli | 20.11.2006 | 3:18:18

  ——————————————-

  can´t blame a girl for trying

  Posted by: baun | 20.11.2006 | 8:27:06

  ——————————————-

  Mig vantar reyndar líka góða konu. Duglega húsmóður. Ég bara vil ekki þurfa að tantra hana.

  Posted by: Eva | 20.11.2006 | 9:24:06

  ——————————————-

  ég er reyndar fantagóður kokkur en því miður lítt gefin fyrir tantr annarra kvenna…

  kýs karlmenn í þá deild;)

  Posted by: baun | 20.11.2006 | 11:49:38

  ——————————————-

  Ok! Við giptum okkur. Þú sérð um heimilið og ég redda péning. Svo fáum við okkur karl sem við getum geymt inni í skáp og tekið fram ef þarf að negla, bora eða tantra. Við getum bara skiptst á eins og góð hjón gera.

  Posted by: Eva | 20.11.2006 | 13:21:06

  ——————————————-
  hvar skrifa ég undir?

  Posted by: baun | 20.11.2006 | 13:24:13

  ——————————————-

  Myndi vera internettenging í skápnum?

  Posted by: Kalli | 20.11.2006 | 20:25:10

  ——————————————-

  Nei… bara forvitni…

  Posted by: Kalli | 20.11.2006 | 20:25:38

  ——————————————-

  Vitanlega Kalli. Ég myndi ekki leggja það á nokkurn mann að vera ótengdur lengur en þann tíma sem tekur að tantra tvær kerlingar.

  Posted by: Eva | 21.11.2006 | 7:06:26

  ——————————————-

  Gott að vita að MANNúð er í fyrirrúmi 🙂

  Posted by: Kalli | 21.11.2006 | 8:38:13

Lokað er á athugasemdir.