Momentum

Á stundum hefur það borið við að ég hef talið einhverja manneskju ómissandi. Í hvert einasta skipti hefur það sýnt sig að maður kemur í manns stað, og oft rúmlega það. Aukinheldur að maður tvíeflist þegar maður getur ekki reitt sig á einhvern annan.

Enginn er ómissandi. Mér finnst það samt ekki gera lífið tilgangsrýrt og stefni að því að gera sjálfa mig óþarfa innan Nornabúðarveldisins. Það mun takast! Það eina sem ég get ekki látið Lærlinginn gera er að fara í Ríkið og það kemur. Allt hefur sinn tíma og nú er tími geðveikrar vinnu. Fæturnir á mér grétu sig í svefn af þreytu síðustu nótt og ég hef stundum vaknað kátari en einn kaffibolli eyðir hausverknum (já ég veit, mjaðurt er hollari) og Mammon játaði mér ást sína í gær.

Ég VERÐ að fá meira pláss fyrir búðina.
Þetta verður góður áratugur.

Best er að deila með því að afrita slóðina