Drjúg eru morgunverkin

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur, segir Stefán og má það til sanns vegar færa.

Það sama á við um microcosmos tölvunnar. Ég var að flytja skjöl í nýjar möppur og komst þá að raun um að ég á 6 galdra sem ég var búin að gleyma og hafa aldrei farið út af heimilinu. Aukinheldur hálfunna ljóðabók sem var mér svo rækilega gleymd að ég hélt andartak að hún væri eftir einhvern annan. Ánægjulegur fundur. Ég hef verið steingeld allt of lengi en nú er kominn útgangspunktur.

Eitt vont gerir margt gott. Það er lögmál sem ég plantaði fyrir löngu og er stöðugt að sanna sig.

Best er að deila með því að afrita slóðina