Takk

Kann ég betra orð?

Til er fólk sem virðir hinar undarlegustu þarfir manns þótt það skilji þær ekki.
Ég hef líklega einhverntíma sagt þér að ég er ekki haldin sannleiksást heldur rótgrónu öryggisleysi veikburða sálar með harðan skráp. Það er andlegt, helvítis krabbamein sem étur mann að innan. Ég býst ekki við að krabbameinslyf séu bragðgóð eða geislameðferð þægileg.

Takk fyrir að lofa að meiða mig þegar ég bið þig um það, þótt þú skiljir ekki hvernig það getur flokkast sem miskunnsemi. Það er eitthvað guðdómlegt við frelsið þótt það sé einmanalegt.

Best er að deila með því að afrita slóðina