Morgunsárið

Mammon hefur greinilega vaknað í góðu skapi. Allavega er ég óvön því að súpa kálið áður en ég mæti til vinnu á morgnana. Gott mál að byrja daginn á því að fá óverðskuldaðan afslátt.

Við innakstur-bannaður-skiltið, húkir löggumann á mótorhjóli og skammar þá sem ætla að aka sömu leið og vanalega til að komast heim til sín. Hann var þar allan seinnipartinn í gær (eða kollega hans) og hlakkaði ákaflega í Lærlingnum andsetna yfir því hlutskipti. Eymingja löggan. Þetta hlýtur að vera leiðinleg vinna. Ef hann verður þarna ennþá kl 11 ætla ég að færa honum kaffi og bjóða honum að koma inn ef hann þurfi að pissa.

Best er að deila með því að afrita slóðina