Á jaðrinum

Sumt virðist of augljóst til að maður geti almennilega trúað því.

Maður hugsar sem svo að ef þetta væri nú þannig í pottinn búið, þá hlyti það annaðhvort að vera uppi á yfirborðinu, eða þá svo rækilega falið að manni dytti það ekki í hug. Maður gerir sig að fífli með því að ganga út frá því að hið augljósa sé misskilningur, kjaftasaga eða varnarháttur.

Seinna hittir maður vin sem á vin sem á vin sem veit allt um málið frá fyrstu hendi. Og þá fær maður staðfest að hlutirinir eru venjulega nákvæmlega eins og þeir virðast vera.

Sorrý elskan, en af hverju sagðirðu mér það ekki bara? Þótt mér komi það ekki við hefði það sparað mér vonbrigði og þér vandræðaleg augnablik.
Lífið væri einfaldara án leyndarmála.

Mikið óskaplega hlakka ég til að sjá þig.

Og fyrst við erum að ræða leyndarmál: mitt er líka nákvæmlega eins og það lítur út fyrir að vera. Sannleikurinn er sá að ég sækist ekki eftir því sem þú heldur að sé skilyrði. Ég reyndi að segja þér það en þú hefur líklega hugsað sem svo að það væri of augljóst til að vera satt.

Lögmál 5
Venjulega eru hlutirnir nákvæmlega eins og þeir líta út fyrir að vera.

Best er að deila með því að afrita slóðina