Þjófagaldurinn virkaði

Í nótt var framið innbrot í Nornabúðina. Glugginn hefur verið spenntur upp, greinilegt mar eftir verkfæri og gluggatjaldið og hreindýrshornið sem hékk í honum hefur hrunið niður.

Ekkert var skemmt og eftir gaumgæfilega leit sjáum við ekki að neitt hafi verið numið á brott, nema hugsanlega einn pakki af hvannarfræi en það er sú jurt sem minnst selst hjá okkur.

Fórnarsjóður Mammons er á sínum stað og ekki að sjá að neitt hafi verið tekið úr honum. Kassinn óopnaður og öll skiptimyntin í honum. Tölvan óhreyfð og ekkert sem bendir til þess að hafi verið átt við nokkurn hlut, hvort sem um er að ræða litla fjörusteina eða fokdýra listmuni.

Þjófagaldurinn virkar.

Best er að deila með því að afrita slóðina