Sumarfrí

Mig vantar bor svo ég hafði þá eftir allt saman fína afsökun til að taka sumarfríið mitt út í dag og eyða deginum yfir Draumalandinu, krossgátu og kappútsínó. Mér finnst það í alvöru fullkomin nýting á frídegi. Kannski er ég að verða gömul. Ég hefði auðvitað vel getað fundið mér eitthvað arðvænlegra en þarf að pósa fyrir málarann í kvöld. Ég hef nú yfirleitt verið í fríi á sunnudagskvöldum svo ég get litið svo á að ég hafi tekið helgarfríið fyrirfram.

Systir mín reykhættan sendi Eika til mín með yndislega postulísbrúðu. Er að monta sig af hitastigi sem jafnast á við Helvíti, ekki langar mig til Jótlands á meðan ástandið er þannig. Það væri nú fínt ef þau gætu sent okkur svosem eins og 12°C, það yrði þá hæfilegt á báðum stöðum. Sakna hennar samt ósköpin öll og ef Mammon heldur áfram að sýna mér velþóknun, ætla ég að taka mér nokkurra daga haustfrí og skreppa til þeirra. Mér hrís reyndar hugur við ferðalaginu. Trúi því tæpast að það myndi ekki svara kostnaði að halda uppi mánaðarlegu flugi til Billund yfir veturinn.

Best er að deila með því að afrita slóðina