Tilraun til greiningar

Ef ég væri ekki með teljara á þessari síðu, héldi ég að lesendur mínir hefðu yfirgefið mig. Teljarinn sýnir hinsvegar hundruð heimsókna frá því að ég stofnaði til getraunar sem aðeins einn hefur svarað og það svar er ekki fullnægjandi.

Skýringarnar sem mér koma í hug eru:
a) Lesendur mínir hafa engan áhuga á leiklist og hirða því ekki um að svara.
b) Lesendur mínir vita ekki hver sér um umhverfismat fyrir væntnanlegt álver á Reyðarfirði og hafa ekki nægan áhuga á lífsskilyrðum afkomenda sinna til að kynna sér það.
c) Lesendur mínir vita hvaða skítafyrirtæki sér um umhverfismatið en eru sýktir af siðblindu og vilja sem minnst ræða spillinguna og drullusokksháttinn sem einkennir stóriðjustefnuna.
d) Lesendur mínir eru póltísk kveifildi sem forðast óþægilega umræðu.

Hugsanlega eru fleiri skýringar til. Ég læt vita ef ég finn þær.

Best er að deila með því að afrita slóðina