Að þekkja týpurnar

Það er alls ekki auðvelt að sjá í hendi sér hvort sá/sú sem þú ert að reyna að mynda tengsl við er hamingjuþjófur. Það hjálpar þó til að hafa eftirfarandi atriði í huga:

-Taktu ekkert mark á því sem fólk segir. Skoðaðu frekar það sem það gerir.

-Hlaupu, ef þú veist að viðkomandi er fíkill, þunglyndur eða atvinnulaus að eðlisfari. Þeir sem láta slíka kvilla grassera í stað þess að takast á við þá eru tilfinningasýklar af hættulegustu gerð.

-Tékkaðu á því hvort hann/hún nýtur þess að ræða vandamál og segja safaríkar sögur af fólki sem kemur þér ekki við. Fólk sem nærist á óhamingju, hvort sem er sinni eigin eða annarra, MUN útvega þér óhamingju.

-Taktu eftir merkjum um hvort viðmælandinn lítur á sig sem fórnarlamb, veltir sér upp úr áföllum og heimtar athygli út á þau, í stað þess að leita sér faglegrar hjálpar til að komast yfir þau. Það er ekki í þínum verkahring að ala upp fullorðið fólk eða taka að þér geðlækningar.

-Settu skýr mörk ef fólk misnotar greiðvikni þína og mannskilning. Fólk mun aldrei bera meiri virðingu eða umhyggju fyrir þér en þú sjálf(ur).

Gott fólk verður fyrir áföllum og glímir við vandamál. Allir þarfnast samúðar og þolinmæði af og til. En það er grundvallarmunur á þeim sem deila reynslu sinni og leita huggunar þegar það er viðeigandi og þeim sem misnota aðra sem grátklúta eða ruslafötur. Að vera vinur í raun er ekki það sama og að vera pödduhýsill. Þar fyrir utan veit eftirsóknarvert fólk að samneyti við pödduhýsil er smitandi og það vill ekkert með þig hafa á meðan sál þín er iðandi af gleðisýklum, orkusugum, samúðarsníklum og andlegri flatlús.

Eymd er bæði smitandi og hættuleg en hún er líka valkostur.

Best er að deila með því að afrita slóðina