Nánd

Grasagarðurinn mannlaus, fyrir utan okkur tvö.

Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni snarstansar og slítur höndina upp úr vasanum.
-Fyrirgefðu hvað ég er sljór, segir hann, og tekur í höndina á mér .
-Sljór? hvái ég.
-Þú sýndir mér lófann. Tvisvar. Og ég skildi ekki hvað þú varst að biðja um.
-Sýndi ég þér lófann? Það hefur ekki verið meðvitað,
segi ég.
Gott að vita að þú gerir stundum eitthvað ómeðvitað eins og annað fólk, segir hann og leiðir mig áfram í gegnum garðinn.