Þá verður líf þitt lágfreyðandi

Ég hef svo mikla reynslu af því að hjálpa sjálfri mér að ég gæti skrifað heilt bókasafn af sjálfshjálparbókum.

Ég reikna samt ekki með að gera það.

Í raun þarf maður ekki að kunna nema eina grundvallarreglu til að komast út úr hringiðu dramsýkinnar og verða þeirrar gæfu aðnjótandi að geta horft á sápuóperu tilverunnar utan frá í stað þess að hrærast í henni þáttaröð eftir þáttaröð.

Reglan er þessi:
Veröldin er full af dásamlegu fólki sem vill þér vel. Þú þarft ekki að umgangast þessa örfáu sem gera líf þitt erfiðara.

Best er að deila með því að afrita slóðina