Ástargaldur í undirbúningi

Þegar maður hefur engu að tapa er tilvalið að fylgja ráðum sem hljóma út úr kortinu. Sjónvarsþættir koma ekki til greina en ég notaði morguninn til að hanna nýjan ástargaldur, sem á að seiða til mín fjölda karlmanna sem ég kæri mig ekkert um, t.d. sanntrúaða sjálfstæðismenn. Svo þarf ég bara að forrita sjálfa mig til að skipta um skoðun á þeim.

Galdrinum kasta ég á næsta fulla tungli, þann 13. maí. Næstu 2 vikur nota ég til undirbúnings. Nú er ég t.d. á leiðinni á kaffihús (reyklaust, því ég hef ekki í hyggju að kvika frá þeirri kröfu að sá útvaldi sé laus við aumingjasjúkdóma)með sunnudagskrossgátuna. Þar mun ég sitja í dag og brosa flírulega til allra sem eru snyrtilegri útgangs en synir mínir (mjög hófleg krafa) og halda uppi innhaldslausu froðusnakki ef einhver bítur á agnið. Mér finnst ekki beint spennandi tilhugsun að eyða frídeginum í að smjaðra og daðra, en ég er góð í því og það er ekki eins og ég sé að missa af einhverju áhugaverðu út á það.

Best er að deila með því að afrita slóðina