Hustler, Drifter, Cheater og Nestler

Einhverjir halda að skilgreiningin á hreiðurgerðarmanni sér frá mér komin en svo er ekki. Ég las einhversstaðar fyrir löngu sálfræðilega úttekt á fólki sem er haldið skuldbindingarfælni. Því miður man ekkert hvar ég las hana eða eftir hvern hún er en allavega var fræðilegt yfirbragð á henni og vitnað í rannsóknir á fyrirbærinu.

Þeim sem tolla ekki í samböndum var skipt í fjóra flokka:

Hustler: vill eingöngu skyndikynni og forðast frekara samneyti við bólfélagann.
Drifter: finnur sér bólfélaga til nokkurra mánaða en slítur sambandinu um leið og hann/hún fer að gera kröfur, finnur þá strax annan félaga.
Cheater: vill vera í föstu sambandi en klúðar því með síendurteknu framhjáhaldi.
Nestler: nýtur þess að skipuleggja framtíðina en slítur sambandinu um leið og það kemst í fastar skorður.

Samkvæmt greininni sækir fólk sem tollir ekki í ástarsamböndum í sama mynstrið aftur og aftur. Smávegis rannsóknarvinna ætti því að borga sig, allavega ef maður hefur augastað á einhverjum sem er kominn yfir þrítugt.

Ég er búin að brenna mig á öllum þessum týpum svo næst hlýt ég að kynnast einhverjum sem er laus við skuldbindingarfælni og annan aumingjaskap.

Best er að deila með því að afrita slóðina