Ef píkan á þér gæti talað

Ef píkan á þér gæti talað, hvað myndi hún þá segja?

Láttu mig í friði, missti ég út úr mér upphátt. Röddin sem las spurninguna hljómaði ekki eins og einhver sem píkan á mér væri til í að halda uppi samræðum við. Það var samt ekki fyrr en Siv Friðleifsdóttir sagði sleiktu mig, sem ég tók fyrir eyrun.

Myndræn hugsun er ekki mín sterka hlið. Ég heyri sögur. Ég heyri samræður persóna en sé þær ekki fyrir mér nema sem útlínur og skugga. Þessvegna vil ég helst sjá kvikmyndir byggðar á sögunni áður en ég les bókina. Stundum set ég andlit einhverra leikara á sögupersónur.

Þegar Siv Friðleifsdóttir segir sleiktu mig, og ég horfi á andlit hennar í sjónvarpinu, finn ég aðkenningu að mynd, sem tepran í mér ræður ekki almennilega við. Ósjálfráð viðbrögð mín eru þau að grípa fyrir eyrun. Ekki augun.

Tepran í mér er ekki sérlega rökvís.

Best er að deila með því að afrita slóðina