Þýðandinn

Karl Guðmundsson, maður sem hefur þýtt ekki ómerkara skáld en Seamus Heaney, líkir mér við Þorstein Erlingsson. Ég vissi að hann hefði álit á mér því hann hefur hringt í mig hvað eftir annað og spurt hvort bókin mín sé ekki að koma í búðir. Ég er farin að örvænta um að hún komi nokkuð fyrir jól því sendingin lenti á einhverju flakki á leiðinni frá Ameríku.

Um daginn kom Karl m.a.s. á Tímavillta Víkinginn og ætlaði að reyna að hitta á mig í vinnunni. Ég var þá að andskotast við aðra vinnu uppí Breiðholti. Komst ekki til hans fyrr en í gær, sem er skammarlegt því það er enginn smáræðis heiður fyrir mig að hann skuli yfirhöfuð sýna mér áhuga. Ég er klökk.

Best er að deila með því að afrita slóðina