Gat

Mér tókst að bora 0,7 mm bor næstum alveg í gegnum fingurgóm um daginn. Fór sem betur fer ekki í bein en fann borinn snúast í sárinu og var furðu lengi að átta mig og slökkva á vélinni. Það var ótrúlega lítið sárt en nöglin klofnaði og er mjög ljót. Ég hafði áhyggjur af því að ég fengi sýkingu en það hefur ekkert borið á neinu, finn ekki einu sinni til nema smá seiðing ef ég þrýsti á brotnu nöglina. Vel sloppið.

Ég er svo heppin að eðlisfari. Samt er rauður blettur á stærð við títuprjónshaus á fingurgómnum til sannindamerkis um gat í gegnum holdið.

Best er að deila með því að afrita slóðina