Óbærilegur léttleiki

Plastlíf mitt rís og það hnígur þótt ég trúi ekki almennilega á matrixið.

Ég var andvaka í nótt. Horfði á myrkrið breytast í bláma og blámann í birtu. Og fannst ég vera til. Ekki bara sem persóna í þeim sýndarveruleikaraunsæissrólpleileik sem ég hef spunnið í kringum furðufuglana í lífi mínu, ekki sem hver annar firringarbloggari, heldur sem raunveruleg, lifandi manneskja.

Óbærilegur léttleiki tilverunnar verður ponkulítið minna óbærilegur þegar ég opna tölvupóstinn minn þessa dagana.