Greinasafn fyrir flokkinn: Mannréttinda og friðarmál
Enn af klippingu borgarstjóra
Endur fyrir löngu lagði Hnakkus fram ágæt dæmi um birtingarmyndir kynþáttahyggju í daglegu lífi
Ég vil bæta aðeins við þessa ágætu upptalningu. Þú veist að þú ert rasisti: Halda áfram að lesa
Af kvenhatri Salmanns Tamimi
Salmann Tamimi opnar á sér þverrifuna, verður það á að nefna son sinn sérstaklega en ekki dætur, sem miðað við hans uppruna ætti svosem ekki að koma neinum á óvart.
Á snjáldrinu verður allt vitlaust. Einhverja rámar í viðtal þar sem Salmann mælir með duglegri eiginkvennabarsmíð, helst með priki. Aðra minnir að þetta hafi nú kannski ekki alveg verið svona gróft. Ég sá þetta viðtal ekki sjálf en á endanum sendi ágætur maður mér útprent af því og kann ég honum bestu þakkir. Halda áfram að lesa
Rökþrot rasistans
Æ séra Skúli, óttalega er þetta nú lélegt. Röksemdafærslan sem þú setur upp í þessum rökbanka þínum er í flestum tilvikum út í hött. Það eru ekki rök að vitna sífellt í möntruna.
En nú má séra kjánakollur æfa sig. Kannski kemur að því að hann áttar sig á því hvað orðið „rök“ merkir. Halda áfram að lesa
Hverskonar pönkarar stjórna þessu réttarkerfi?
Ég er hneyksluð. Ekki í fyrsta, annað eða tíunda sinn sem ég er hneyksluð á vinnubrögðum réttarkefisins.
Á Geir Haarde skilið að fá á baukinn?
Fokk já, hann á það skilið, biggtæm. Halda áfram að lesa
Afsökunarbeiðni til Stefáns Snævarr
Íslendingar eru afskaplega þjóðernissinnaðir. Við erum stolt af okkar menningararfi og höfum, af landfræðilegum og menningarlegum ástæðum, líklega sterkari þjóðarvitund en margir aðrir hópar sem með misgóðum rökum skilgreina sig sem þjóð. Þjóðernishyggja á Íslandi er þó ekki hatursfull og fasísk eins og oft vill verða, hún er aðallega bara dálítið sveitaleg og í aðra röndina krúttleg. Halda áfram að lesa
Er Stefán Snævarr nazisti?
Stefán Snævarr boðar hann það sem hann kallar „gagnrýna þjóðernishyggju“ og varar við því sem hann kallar alþjóðarembu. Þar á hann við fjölmenningarsinna, þá sem vilja efla samvinnu þjóða og stefna að því að afnema þjóðríkið. Stefán Snævarr veit alveg hvað orðið þjóðernisstefna merkir en hann frábiður sér nú samt að vera kallaður nazisti. Hann hefur m.a.s. hótað að lögsækja mig fyrir að nota það orð. Verði honum að góðu, hann lögsækir þá líklega í leiðinni þá sem styttu nafn þýska þjóðernisstefnuflokksins „Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei“ í „Nazi Party“. Halda áfram að lesa
Mannréttindi má ekki skerða
Mér gramdist nokkuð þegar Illugi Jökulsson tók fram í umfjöllun sinni um stjórnarskrárfrumvarpið að mannréttindi mætti skerða ef nauðsyn bæri til. Eftir öðrum skrifum hans að dæma, reikna ég með að hann eigi einfaldlega við að mannréttindi takmarkist af hagsmunum annarra svo sem gert er ráð fyrir í lögum en mér gramdist þetta samt, vegna þess að því miður hugsa ekki allir á þann hátt og því tel ég þetta orðalag dálítið varasamt. Halda áfram að lesa
Meiri rasismi
Síðustu daga hafa farið fram á þessu bloggi áhugaverðar samræður um rasisma. Kynþáttahatarar hafa mjög merkilega sýn á sagnfræði sem og önnur vísindi. Ég hef tekið saman helstu niðurstöður og held ég nú áfram þar sem frá var horfið. Halda áfram að lesa
Að hreinsa heiminn -úr Biblíu hvíta mannsins
Og svona ef einhver skyldi hafa fallið fyrir skýringum þessa fólks á stefnu sinni „Ísland fyrir Íslendinga“ þá ætti sá hinn sami að vinna heimavinnuna sem Sölvi hafði ekki rænu á. Af viðtalinu mætti nefnilega ráða að þjóðernissinnum hafi ranglega verið eignaðar hatursfullar skoðanir.
Hér er lítið textabrot úr 21. kafla biblíu hvíta mannsins eftir einn þeirra helsta hugmyndafræðing og stofnanda sköpunarhreyfingarinnar, Ben Klassen. Kaflinn heitir „Colonization — A Basic Urge in Every Creature of Nature“
Biblía hvíta mannsins er aðgengileg hér. Á heimasíðu íslensku sköpunarhreyfingarinnar er meðlimum ráðlagt að lesa þessa bók og breiða út boðskapinn.
Ég ætla ekki að þýða þetta textabrot en fyrir þá sem ekki lesa ensku, þá er inntakið þetta:
Hvíti kynstofninn á að leggja undir sig allan heiminn. Hvíti kynstofninn á að vera 100% hreinn. Ekki á taka neina áhættu á kynblöndun með því að nota niggara eða önnur skítaskinn sem ódýrt vinnuafl, það er líka óþarfi því á þessari tækni öld er niggarinn óþarfari en hestur.
Aðferðin sem á að nota til að leggja allan heiminn undir hvíta manninn er einfaldlega þjóðarmorð. Það er að vísu ókristilegt en þar sem þau eru ekki kristin þá er það allt í lagi.
Allir hvítir menn verða svo þvingaðir til að taka afstöðu, með eða móti hvíta kyninu. Enginn millivegur er í boði, þeir sem ekki samþykkja hugmyndafræði þeirra og aðferðir verða brennimerktir sem svikarar og hengdir.
„We will not rest until the entire world is the home of the White Race. The rest of the procedure need not be spelled out. We will know what to do once we get started. We have ample precedence in the building of America or the expansion of the British Empire. Nor is what we are proposing anything new. It is merely a return to sanity that was abrogated only in the last forty years.
100% Racially Clean. The one feature that will be new is that we, of the CHURCH OF THE CREATOR, unlike the British Empire, or even in the expansion of America, insist that those territories we inhabit we keep racially clean: 100% White. Never again must we fall prey to the suicidal idea that we need (or can use) cheap colored labor. Never, never, never. As far as we CREATORS are concerned, in our technical age of electronics and atomic power, the nigger is more obsolete than the horse.
No Geographic Mixing. Therefore, a cardinal rule of our religion must be: Not only will we not tolerate mixing of blood, but we will not tolerate geographic mixing of races either. As the White Man expands into new territory, that territory must be 100% White with an exact line of demarcation, until such time as that line is again moved forward. And moved forward that line will be, in a planned, systematic program.
The Creative Way. To those bleeding hearts (led by the Jews) who scream, „But you can’t do that! That is un-Christian! That is genocide!“ we calmly reply, „Yes, you’re damned right it is un-Christian. But then, fortunately, we are not Christians. We are CREATORS. We intend to follow our own program, and we will.“ Not to do so would be genocide of the White Race. We are far more interested in our own survival than see the world overrun with worthless mud races. Actually there is no choice. It is either the White Race or the mud races that are going to inhabit the limited space on this planet. If you are White you had better make up your mind whether you are going to join the White Race in its fight for survival, or you are stupidly going to play the traitor, and allow the White Race to be exterminated.
Loyalty or Treason — No Middle Ground. We, of the CHURCH OF THE CREATOR, intend to put every White Racial Comrade in a position where he or she will be forced to take a stand — either for the White Race, or against it — either demonstrate loyalty to the White Race by word, deed and action, or be branded a traitor to it. In our future, there will be no Mr. In-betweens.
We will ruthlessly identify, pursue and prosecute racial traitors. We will hunt them down like mad dogs. They will get their just deserts for their foul treachery — death by hanging.“
Ég vona að þetta fólk sem kallar sig þjóðernissinna sé jafn óupplýst um sína eigin hugmyndafræði og það er um mannkynssögu. Ég lít á nýnazista sem vonda menn, því viðhorf þeirra, (byggð á fáfræði, ótta og sannfæringu um að sumt fólk sé í eðli sinu öðru æðra)getur af sér ofbeldi og kúgun. Það sem ég kalla vonsku er meðvitað samúðarleysi; vondur maður er sá sem kýs öðru fólki illt hlutskipti.
En öllum getur skjátlast. Á hverjum degi styðjum við einhverja ósvinnu án þess að gera okkur grein fyrir því og ég er viss um að margir sem ganga til fylgis við nýnazista eru ekki meðvitaðir um hvað það merkir. Ég skil hvern þann sem í örvæntingu yfir því að fá ekki áheyrn hefur gripið fegins hendi í þann fyrsta sem er tilbúinn til að hlusta á skoðanir hans og treyst honum í blindni. Allir geta leiðst út í slæman félagsskap án þess að gera sér grein fyrir því og ef þú sem þetta lest hefur gengið í þessa hreyfingu án þess að gera þér grein fyrir því að þetta er boðskapurinn, forðaðu þér þá hið snarasta áður en þú tileinkar þér þessi viðhorf.
Við lifum í heimi sem refsar okkur fyrir að gera mistök enda þótt mistök séu eina leiðin til að ná þroska. Það þarf hugrekki til þess að viðurkenna fyrir slíkum heimi að maður hafi hlaupið á sig. Þú getur samt verið viss um að fólk mun virða þig meira fyrir hugrekkið sem þarf til að brjótast út en þrákelknina sem þarf til að hanga fastur í einhverju sem þú veist að er sjúkt og rangt og gerir þig að vondri manneskju. Þér er óhætt að hafa samband við mig ef þú vilt hjálp til að komast út, því eins mikla andúð og ég hef á hugmyndafræði nazista, því meira met ég þá sem snúa frá henni.